Yfirsvæfa og söngtilboð
Ég byrjaði daginn með því að sofa yfir mig. Það kemur ekki oft fyrir Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur, en í dag gerðist það. Heppnin var með mér: Grænakortið mitt er útrunnið og mamma er einhversstaðar í Kúala Lúmpúr eða einhversstaðar í Asíu á þvælingi, þannig að ég stökk á fætur, klæddi mig (óaðfinnanlega að venju ;) ) Borðaði morgunmat, greip bíllykilinn og ók í skólann! Bráðum gerir það minna til ef ég sef yfir mig, því þá mun aðeins taka mig tíu mínútur að komast í skólann, fótgangandi. En allavega, ég kom í undirleikstíma, móð og másandi, akkúrat á réttum tíma. Þá kemur Ása, aðstoðarskólastjóri, inn og spyr Völlu hvort hún hafi nefnt þetta við Ellu undirleikara. Þær tala smá saman og allt í einu horfa allir á mig. "ertu laus klukkan hálf fjögur á morgun?" "eh, ég er að vinna" "geturðu ekki fengið einhvern til að vinna fyrir þig" "ja, kannski, ég hringi í yfirmann minn" Og það gerði ég og fékk Önnu Rut (engil) til að vinna fyrir mig á meðan ég syng 20-30 mínútna prógramm að Aflagranda 40 klukkan hálf fjögur á morgun. Vá, ég hef aldrei þurft að halda athygli fólks svona lengi í einu, nánast alein! Hugsiði vel til mín!
skrifað af Runa Vala
kl: 19:41
|